Velferð

Velferðarþjónusta er mikilvæg mælistika á gæði sveitarfélaga.  Á Akureyri hefur verið byggð upp einstök velferðarþjónusta, við viljum halda áfram og gera enn betur. Við viljum að allir, ungir sem aldnir, geti notið þess að búa á Akureyri. Við viljum tryggja úrræði sem henta öllum og að upplýsingar um þau séu aðgengilegar og auðskiljanlegar. Meðal annars verður unnið gagngert að því að sporna við einmanaleika og félagslegri einangrun einstaklinga. L-listinn vill fjölga fjölbreyttu framboði á íbúðarhúsnæði og tryggja öllum íbúum öruggt húsaskjól. Við teljum að til þess að geta gert enn betur þurfi gott samtal  og samstarf við notendur þjónustunnar. 

Markmið

  • Að Akureyri verði áfram leiðandi sveitarfélag í þróun og uppbyggingu velferðarþjónustu, fyrir alla sem þurfa.
  • Að auka samstarf deilda og stofnana bæjarins á sviði velferðarþjónustu.
  • Að allir hafi öruggt húsaskjól með áherslu á fjölbreytt búsetuúrræði.
  • Að Akureyrarbær verði í fremstu röð mötuneyta í stofnunum bæjarins þegar kemur að gæðum, næringu og ferskleika.
  • Að auka gagnsæi og auðvelda upplýsingagjöf varðandi hvað er í boði fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda.
  • Að koma á fjölbreyttari úrræðum fyrir fólk í vanda og heimilislausa.
  • Að vinna áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í forvarnamálum og efla starfið með frekari þekkingu og auknu fjármagni.

Leiðir

  • Við viljum koma á markvissri vinnu gegn hverskonar ofbeldi.
  • Aukinn kraftur verði settur í að aðstoða fólk við að fóta sig á vinnumarkaði og losna undan fjárhagsaðstoð.
  • Fá aukna aðstoð Jafnréttisstofu við að jafna hlutfall kynja meðal starfsmanna.
  • Auka þarf enn betur samstarf þeirra deilda sem koma að velferðarmálum. Heilsugæslan, fjölskyldusvið, fræðslusvið, búsetusvið og Öldrunarheimili Akureyrar eru grunnstoðir velferðarkerfisins. Náið samstarf þessara aðila er lykill að góðri þjónustu.
  • Efla enn frekar þau úrræði sem eru til staðar til að grípa ungt fólk í vanda, s.s. Virkið, og leggja áherslu á að finna viðeigandi úrræði fyrir hvern og einn.
  • Forvarnarstarf verði aukið og áhersla lögð á heilbrigðan lífsstíl.
  • Skoða þörf á tæknilausnum til notkunar innan félagsþjónustunnar og kanna hvaða möguleikar og tækifæri felast í aukinni notkun á velferðartækni.

Húsnæðismál

  • Áhersla skal lögð á að auka öryggi fjölskyldna í húsnæðismálum með því að stuðla að fjölbreyttu framboði íbúðarhúsnæðis, hvort sem um er að ræða félagslegt leiguhúsnæði eða húsnæði á almennum markaði.
  • Stuðla að aukinni fjölbreytni í búsetukostum og nægu framboði húsnæðis fyrir námsmenn og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum.
  • Tryggja fólki með fötlun fjölbreytt búsetuúrræði.
  • Leitað verði leiða til að koma á öflugum húsnæðisleigumarkaði í samstarfi við ýmsa aðila.

Fjölskyldan

  • Eiga samræður við ríkisvaldið og stofnanir þess um að gerður verði heildstæður samningur um verkefni á sviði velferðar þar sem sanngjarnar greiðslur komi á móti.
  • Meta þörf fyrir fjölbreytt úrræði sem ætlað er að grípa fólk í vanda og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í kjölfarið (t.d. áfangaheimili, fjölskylduheimili).
  • Leggja áherslu á samfellu í skóla- og frístundastarfi.
  • Efla skal þjónustu við börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og þau sem glíma við geðræn vandamál.

Aldraðir

  • Samþætta þarf þjónustu við aldraða og auka ráðgjöf.
  • Fara í nauðsynlegar endurbætur á húsnæði Öldrunarheimila Akureyrar.
  • Við viljum byggja þjónustu á virkni og þátttöku aldraðra.
  • Unnið skal eftir skýrri og gagnreyndri hugmyndafræði.
  • Gæta að því að aldraðir njóti sömu möguleika á tómstundum og aðrir.
  • Viðhalda þrýstingi á ríkisvaldið svo endurhæfingarpláss fáist á öldrunarheimili.
  • Styðja þarf við „Heilsueflandi heimsóknir“ sem er fyrsta samtal aldraðra og bæjarins um þá þjónustu sem öldruðum stendur til boða.
  • Samstarf hjúkrunar- og öldrunarheimilanna verði aukið enn frekar með það að markmiði að gera eldri borgurum kleift að búa lengur í heimahúsi.
  • Vinna með velferðarráðuneytinu að endurskoðun á grunni daggjalda.
  • Nýta Öldungaráð Akureyrar til ráðgjafar um mál er varða eldri borgara.
  • Einfalda upplýsingagjöf og umsóknarferli. Útbúa handbók sem innheldur ítarlegar leiðbeiningar um hvað er í boði og hvert skal sækja þjónustuna.

Fatlað fólk

  • Efla þarf íþrótta- og tómstundastarf.
  • Aukin áhersla verður á notendastýrða þjónustu fyrir fatlað fólk (NPA).
  • Fjölbreyttari leiðir í atvinnumálum.
  • Leggja áherslu á aukið sjálfstæði fólks með fötlun og frelsi þeirra til að ferðast.
  • Fólki með fötlun og fjölskyldum þeirra skal standa til boða fjölbreytt stuðningsúrræði sem leiða til aukinna lífsgæða.

Forvarnir

  • Að forvarnarstarf sem unnið er í Rósenborg verði eflt enn frekar.
  • Forvarnarstarf í framhaldsskólunum verði tengt Ungmennahúsi.  
  • Auka samvinnu stofnana bæjarins á sviði forvarna.
  • Bjóða upp á fjölbreyttari sumarstörf fyrir ungmenni upp að 18 ára aldri.
  • Tengja betur saman alla aðila sem vinna að forvörnum, s.s. skóla, velferðarkerfið, menningarstarf, íþróttir og tómstundir.
  • Tryggja forvarnarfræðslu á öllum skólastigum árlega og auka forvarnarfræðslu á miðstigi grunnskóla.
  • Efla Virkið enn frekar og þar með þjónustu við ungmenni.
  • Rjúfa félagslega einangrun með markvissum hætti.
  • Starfsmann inn í forvarnir.
  • Úrræði fyrir fólk í neyslu.