Fjármál

Öguð fjármálastjórn er forsenda þess að allt annað geti blómstrað. L-listinn hefur tekið þátt í ábyrgri stjórn bæjarins síðastliðin átta ár. Við viljum halda áfram á sömu braut. Aðhaldið kemur frá bæjarbúum sjálfum. Til þess þurfa þeir gott aðgengi að upplýsingum um stöðu mála. 

Markmið

  • Að gæta aðhalds í rekstri.
  • Að auka fagmennsku og gagnsæi við áætlanagerð.
  • Að gera opið bókhald aðgengilegra og vinna að frekari þróun þess.
  • Að kynja- og barnagleraugu verði sett upp við fjárhagsáætlunargerð.

Leiðir

  • 10 ára áætlun bæjarins er lifandi plagg og á að vera í reglulegri endurskoðun.
  • Fjárhagsupplýsingar bæjarins verði gerðar aðgengilegri og þær settar fram á einfaldan hátt.
  • Gera vandaðar og raunhæfar kostnaðaráætlanir og fara eftir þeim.
  • Teknar verði upp viðræður við fjármálaráðuneytið og ríkisstofnanir um bætt upplýsingaflæði milli ríkis og sveitarfélaga, einkum er varðar tekjustofna sveitarfélagsins.
  • Þegar fjármagni er úthlutað skal markvisst skoðað hvernig það snertir hin mismunandi kyn sem og hvernig það kemur við börn.