Hafnarmál

Hafnirnar eru meðal mikilvægustu lífæða bæjarins og þær ber að umgangast sem slíkar. Um þær fara vörur og ferðamenn og margir bæjarbúar vinna störf sem tengjast höfnunum með beinum og óbeinum hætti. 

Markmið

  • Að hafnirnar verði áfram ein af stoðum ferðaþjónustu á svæðinu.
  • Að hafnirnar séu hreinar og snyrtilegar.
  • Að öryggismál séu ávallt eins og best verður á kosið.

Leiðir

  • Áfram skal bæta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip.
  • Klára framkvæmdir, í samræmi við nýtt miðbæjarskipulag, sem styrkja hafntengda ferðaþjónustu.
  • Hefja uppbyggingu þjónustu- og iðnaðarsvæðis við Dysnes.
  • Gæta skal vel að því að hafnirnar séu hreinar og snyrtilegar enda fjölfarnir viðkomustaðir.
  • Bjóða upp á hreina raforku fyrir skipin.
  • Leguplássum fyrir smábáta verði fjölgað.