Skipulag og samgöngur

Gott skipulag auðveldar daglegt líf okkar allra. Greið leið í skóla og vinnu, stuttar vegalengdir. Þéttari byggð leiðir af sér orkusparnað og minni mengun. Öflugar samgöngur við höfuðborgarsvæðið og við útlönd skipta miklu máli í nútímaþjóðfélagi.

Markmið

 • Að þétta byggð þar sem því verður við komið.
 • Að skipulagsmál og lóðaúthlutanir verði unnin í gagnsæju ferli.
 • Að gert verði ráð fyrir nýrri höfn á Dysnesi og að íbúðabyggð á Oddeyrartanga verði langtímamarkmið.
 • Að unnið verði markvisst að því að gera Akureyri vistvænni og vinna að því að uppfylla Parísarsáttmálann.
 • Að standa vörð um flugvöll á höfuðborgarsvæðinu.
 • Að leggja allar raflínur innan bæjarmarka í jörð
 • Að lokið verði við uppbyggingu á Akureyrarflugvelli.

Leiðir

 • Komum upp vef betriakureyri.is til þess að auðvelda Akureyringum að hafa áhrif á umhverfi sitt.
 • Lokið verði við deiliskipulag fyrir öll hverfi bæjarins.
 • Bjóða út tilbúnar lóðir í grónum hverfum.
 • Bæta þarf vagni við strætókerfi bæjarins.
 • Skoða þarf fleiri lausnir til að takmarka hraðakstur á götum bæjarins.
 • Tökum upp samning við KA um Akureyrarvöll og efnum til hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu svæðisins.
 • Ráðist verði í heildstæða vinnu við stígakerfi bæjarins enda hjóla- og göngustígar sífellt mikilvægari samgönguæðar.
 • Gert verði gagnvirkt kort yfir stígana sem verður aðgengilegt í snjallsímum.
 • Bærinn marki sér stefnu um að liðka til fyrir uppbyggingu eldri hverfa, s.s. með uppkaupum eigna.
 • Sérstaklega verði hugað að samgöngumálum við Hrísey og Grímsey. Það þarf að gerast í samvinnu við ríkisvaldið sem heldur úti samgöngum við eyjarnar.
 • Aukin áhersla verði lögð á góða samvinnu við hverfisnefndir um umhverfis- og skipulagsmál.
 • Að skipulagsmál verði færð í rafrænt notendaumhverfi.
 • Nægt framboð lóða til íbúða og atvinnustarfsemi verði tryggt.
 • Umsóknum til skipulagsdeildar verði svarað innan tveggja virkra daga um hvort að nauðsynleg gögn með umsókn liggi fyrir og svarið gert aðgengilegt inni á íbúagátt.
 • Reykjavíkurflugvöllur hefur mikla þýðingu fyrir íbúa Akureyrar. Flugvöllurinn á að vera í Vatnsmýrinni þar til önnur og betri lausn finnst.