Stjórnsýsla

Tilgangurinn með stjórnsýslunni er að þjónusta íbúa Akureyrarbæjar og við hjá L-listanum gerum þá kröfu að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð, erindum sé svarað fljótt og að ákvarðanir séu teknar út frá almennum forsendum. Fólk á að geta treyst því að jafnræði og sanngirni séu viðhöfð í stjórnsýslunni. 

Markmið

 • Að fagleg vinnubrögð og gagnsæi verði aðalsmerki stjórnsýslu Akureyrar.
 • Að jafnréttis og jafnræðis verði gætt í hvívetna.
 • Að innleiða rafræna stjórnsýslu.
 • Að tryggja íbúalýðræði.
 • Að auka hlut þjónustu- og gæðakannana.

Leiðir

 • Faglega ráðinn bæjarstjóri, sem er sameiningartákn allra íbúa sem og stjórnmálaafla.
 • Allar ákvarðanir og gjörðir kjörinna fulltrúa og embættismanna skulu einkennast af faglegum vinnubrögðum og gagnsæi.
 • Störf hjá bænum verði auglýst á landsvísu og unnið með allar umsóknir á faglegan hátt.
 • Gerðar verði reglulegar þjónustu- og gæðakannanir á afgreiðslu erinda sem berast stjórnsýslunni.
 • Jafnræðis skal gætt þegar gæðum bæjarins er úthlutað og leikreglur virtar.
 • Sett verði fram skýr og markviss stefna um rafræna stjórnsýslu.
 • Gerum bæjarbúum kleift að sinna erindum sínum rafrænt.
 • Íbúalýðræði verði skilgreint nákvæmlega og tillögur gerðar um hvenær það beri að virkja.
 • Starf hverfisnefnda verði eflt m.a. með fjárveitingarvaldi.
 • Bæjarstjórn Akureyrar verði opin fyrir sameiningu við nágrannasveitarfélög.
 • Íbúakorti verði komið á, þar sem Akureyringum gefst kostur á að nýta þjónustu bæjarins á góðum kjörum.