Atvinna

L-listinn vill að sveitarfélagið skapi hagkvæm skilyrði fyrir atvinnulífið og stuðli að stofnun og rekstri nýrra fyrirtækja sem og að styðja við eldri. Sveitarfélagið á að vera reiðubúið til að auka eigin fjárfestingar tengdar atvinnuuppbyggingu, s.s. á Akureyrarflugvelli, og styðja þannig við verkefni sem skila tekjum í framtíðinni. Vinna þarf að markvissri markaðssetningu bæjarins fyrir innlenda og erlenda fjárfestingu. L-listinn vill að nýsköpun verði öflug stoð í fjölbreyttu og kröftugu atvinnulífi. Munum að mörg stórfyrirtæki í heiminum byrjuðu í bílskúr. Fjölgum íbúum, sköpum ný atvinnutækifæri og tryggjum að í Eyjafirði verði blómleg byggð til framtíðar.  

Markmið

 • Að koma á beinu millilandaflugi og treysta tengiflug við Keflavík.
 • Að styrkja Akureyri sem áfangastað og auka aðdráttarafl bæjarins að vetrarlagi.
 • Að fjölga íbúum - Markaðsetjum Akureyri - ,,Hér er best að búa". 
 • Að efla frumkvöðlastarfsemi.
 • Að verja þau störf sem fyrir eru. 
 • Að fjölga atvinnutækifærum.

Leiðir

 • Koma á beinu millilandaflugi með beinni þátttöku bæjarins við að tryggja fjármagn.
 • Klára uppbyggingu á flughlaði og flugstöð á Akureyrarflugvelli.
 • Þrýsta á ríkisvaldið um aðgerðir til að jafna flutningskostnað.
 • Jafna eldsneytiskostnað til að auka samkeppnishæfni svæðisins.
 • Hefja samtal við nágrannasveitarfélög um kosti sameiningar sveitarfélaga með það að markmiði að styrkja Eyjafjarðarsvæðið enn frekar.
 • Verja opinber störf í bænum og herja á ríkið um flutning nýrra starfa.
 • Markaðssetja Akureyri í samvinnu við fyrirtækin á svæðinu - ,,Hér er best að búa“
 • Efla samstarfsvettvang Akureyrarbæjar og atvinnulífsins.
 • Skapa ákjósanleg skilyrði fyrir atvinnulífið, styrkja innviði svo sem samgöngur og lóðarframboð og tryggja næga orku.
 • Stefna á samrekstur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Eyþings.
 • Hefja uppbyggingu þjónustu- og iðnaðarsvæðis við Dysnes.
 • Efla Hafnarsamlagið út með firði og nýta tækifæri sem skapast samhliða.
 • Tryggja nægilega raforku til atvinnuuppbyggingar í samvinnu við Landsnet og með uppbyggingu smávirkjana og vindorku.
 • Gera meira úr sérstöðu Hríseyjar og Grímseyjar og vinna náið með heimafólki að þróun fjölbreyttari atvinnustarfsemi.

Ferðaþjónusta

 • Akureyrarbær stígi ákveðnar inn í að opna gátt inn í landið um Akureyrarflugvöll.
 • Ríkið og Isavia verði krafið svara um áform sín um þjónustu á Akureyrarflugvelli.
 • Halda áfram með uppbyggingu í Hlíðarfjalli með það að markmiði að það verði áfangastaður allan ársins hring.
 • Tökum að okkur eftirlit með Airbnb í samstarfi við ríkið.
 • Lokið verði við framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar.
 • Listagilið verði aðdráttarafl og eflist sem áfangastaður.
 • Uppbygging Nökkvasvæðis og Drottningarbrautar bjóði upp á fjölbreytta útivistarmöguleika og framboð á afþreyingu fyrir ferðamenn.
 • Merkingar verði bættar og upplýsingaskiltum fjölgað.
 • Áfram verði frítt í strætó.