Skóli

Börn eiga að fá bestu menntun og aðbúnað sem völ er á innan leik- og grunnskóla. L – listinn ætlar að huga enn frekar að velferð barna með því að öllum sé tryggð sú þjónusta sem þörf er á til að bregðast við t.d. andlegri líðan eða námserfiðleikum. Við viljum efla skapandi greinar með það að markmiði að gera námið fjölbreyttara. L – listinn ætlar að leggja áherslu á að móta nútímalega skólastefnu fyrir Akureyri.  

Markmið

  • Að skólabærinn Akureyri verði með framúrskarandi menntastofnanir sem allir landsmenn horfa til.
  • Að koma til móts við þarfir barnafólks með fjölbreyttum leiðum í dagvistunarúrræðum frá 12 mánaða aldri.
  • Að efla frístundastarf í grunnskólunum og tengja það betur íþrótta- og tómstundastarfi með það að markmiði að ná samfellu í vinnudag barna.
  • Að starfsumhverfi innan skólanna verði bætt, bæði með tilliti til starfsfólks og nemenda.
  • Að koma á samstarfsvettvangi á milli menntastofnana, foreldra, menningar- og atvinnulífs.

Leiðir

  • Að klára vinnu við framsýna og metnaðarfulla skólastefnu Akureyrarbæjar.
  • Við viljum gefa skólastjórnendum aukin tækifæri til faglegrar forystu og tryggja fjárveitingu til grunnskóla til þriggja ára í senn í stað eins árs.
  • Að gerðar verði reglubundnar úttektir á vinnuaðstöðu barna og starfsfólks í leik- og grunnskólum.
  • Búa til umgjörð sem laðar fagfólk til starfa í leik- og grunnskólum.
  • Að efla ráðgjöf og stoðþjónustu og færa hana í meira mæli inn í leik- og grunnskólana í þeim tilgangi að styrkja skólastarf og bregðast fyrr við ef börn lenda í tilfinningalegum eða geðrænum vanda.
  • Efla frístundastarf í grunnskólunum og tengja það betur íþrótta- og tómstundastarfi með það að markmiði að ná samfellu í vinnudag barna.
  • Stytta biðtíma eftir sérfræðiþjónustu fyrir börn sem þurfa nánari greiningu á þörfum.
  • Leita leiða við að nútímavæða kennsluhætti enn frekar og efla skólastarfið með þarfir nemenda að leiðarljósi, meðal annars til að sporna við brotthvarfi.
  • Efla enn frekar stuðning við nemendur af erlendum uppruna með fjölbreyttum kennsluháttum, fræðslu og einstaklingsmiðuðu námi.
  • Frístund verði færð undir samfélagssvið og samstarf við íþrótta- og tómstundafélög eflt með það að markmiði að sporna gegn brottfalli úr íþrótta- og tómstundastarfi.
  • Leggja aukna áherslu á starfsþróun starfsfólks í leik- og grunnskólum.
  • Gera skapandi námi hærra undir höfði með því að auka vægi verk- og listgreina í skólastarfinu.
  • Heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna.
  • Setja á laggirnar ungbarnadeildir/ungbarnaleikskóla.
  • Lækka hlut foreldra þegar kemur að greiðslum til dagforeldra.
  • Byrja á að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í 6 klukkustundir á dag sem fyrsta skref.
  • Hvetja til enn frekara samstarfs milli leik- og grunnskóla.
  • Setja á fót samráðshóp allra skólastiga með það að markmiði að efla samfellu og samvinnu.
  • Leggja áherslu á samvinnu atvinnulífs, menningarlífs, foreldra og menntastofnana á Akureyri með það að leiðarljósi að nám fari fram þar sem best hentar á hverjum tíma og leiði til atvinnuþátttöku og tækifæra til frekara náms.
  • Leggja áherslu á að efla félagslega færni, samkennd og leiðtogafærni nemandans.
  • Fjölga valkostum í námi innan grunnskóla og skoða fjölbreytt rekstrarform menntastofnana.