Stefnumálin

Ná í stefnuskránna

Í stjórnmálum er mikilvægt að setja fram skýra stefnumörkun í helstu málaflokkum. Kjósendur verða að vita hvað frambjóðendur hyggjast fyrir. Það er ekki síður mikilvægt að ljóst sé hvernig frambjóðendur hugsa. Afstaða og viðhorf skipta miklu máli í stjórnmálum. Við í L-listanum erum bjartsýn og jákvæð. Við sjáum mörg tækifæri til að gera Akureyri að enn betri bæ og auka lífsgæði bæjarbúa.

L-listinn vill bætt lífskjör fyrir alla bæjarbúa – ekki síst ungt fólk og barnafjölskyldur. Við leggjum ríka áherslu á að leysa dagvistunarmál með fjölbreyttum leiðum allt frá því að fæðingarorlofi lýkur. Við viljum að skólabærinn Akureyri verði með framúrskarandi skóla sem allir landsmenn horfa til. Við viljum halda áfram að vera í forystu í umhverfismálum. Við í L-listanum teljum að þétt öryggisnet sem grípur þá sem þess þurfa séu sjálfsögð mannréttindi og nauðsynlegt til að byggja upp gott samfélag. Grundvallarforsenda fyrir bættri þjónustu er betri tekjustofn. Akureyri hefur aðstöðu til að gera frábæra hluti, hér er búið að fjárfesta vel í innviðum. Með því að bjóða upp á bestu skólana og styðja vel við ungt fólk skapast hér skilyrði til fólksfjölgunar sem er forsenda þess að nýta innviði betur og hafa fjármagn til að bæta félagslega þjónustu.

L-listinn
lífsgæði - kraftur - hugrekki