Umhverfi

Akureyri hefur getið sér gott orð í umhverfismálum og er þar í forystusæti.  Akureyrarbær á  stöðugt að sækja fram af metnaði í bæði umhverfis- og samgöngumálum. Akureyri á að vera í forystu þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum. Við viljum halda áfram að vinna að hugmyndum um sjálfbæra þróun og þróunarvinnu Vistorku að kolefnishlutlausu samfélagi.  

Markmið

  • Að Akureyri verði áfram leiðandi sveitarfélag í umhverfismálum.
  • Að fráveitan verði til fyrirmyndar.
  • Að vélakostur bæjarins verði vistvænn.
  • Að lögð verði áhersla á hreinan og þrifalegan bæ

Leiðir

  • Umhverfisstefna bæjarins verði að fullu innleidd.
  • Akureyri verði í fararbroddi við flokkun, meðferð og endurvinnsla úrgangs.
  • Svifryk fari aldrei yfir skilgreind heilsuverndarmörk.
  • Aukin fræðsla fyrir íbúa og ferðamenn um flokkun.
  • Hættum allri óþarfa saltnotkun á götum.
  • Þrífum bæinn betur og drögum þannig úr loftmengun.
  • Fjölgum hleðslustöðvum og gerum átak í að fjölga möguleikum einstaklinga á að hlaða bíla nálægt heimilum sínum.
  • Sett verði metnaðarfull markmið um að auðvelda orkuskipti og þeim náð m.a. í samvinnu við Norðurorku í bílastæðahúsum og á lóðum fyrirtækja.
  • Beinar aðgerðir til að fegra og snyrta, hjá fyrirtækjum og einstaklingum.
  • Laga þarf ýmis útivistarsvæði og fjölga afþreyingarmöguleikum. Mikilvægt er að íbúar taki þátt í að móta umhverfi sitt í gegnum hverfisnefndir.
  • Fráveitumál verði tekin föstum tökum og strandlengjan hreinsuð.
  • Bærinn annist áfram grasslátt á lóðum og blettum í eigu bæjarins.
  • Allar bifreiðar og vinnuvélar í eigu Akureyrarbæjar verði knúnar innlendum vistvænum orkugjöfum.
  • Vinna að orkuskiptum á skipum þegar þau liggja við bryggju á Akureyri, hvort sem það eru skemmtiferðaskip, fiskiskip eða hvalaskoðunarskip.
  • Samræma þarf merkingar og skilti innan bæjarins sem og að bæta við merkingum á ensku.
  • Halda áfram að merkja sögufræga staði og hús.
  • Akureyringar verða hvattir til að hugsa vel um eigin hús og lóðir, t.d. með því að veita umhverfisviðurkennningar.
  • Minnka matarsóun, fundnar verði leiðir til að draga úr matarsóun í mötuneytum bæjarins.
  • Bætum umbúðamenningu með það að markmiði að draga úr plastnotkun.
  • Auka jafnt og þétt við gang-, hjóla og reiðstíga. Gerum bæinn hjólavænan.
  • Átak verði gert í að útrýma óæskilegum gróðri í Hrísey.