Menning

Akureyri er menningarbær. Öflugt lista- og menningarlíf glæðir allt mannlíf í bænum og laðar að sér ferðamenn. L-listinn vill efla enn frekar menningarstofnanir bæjarins. Blómlegt menningarlíf endurspeglar samfélagið og veitir lífsfyllingu.

Markmið

  • Að efla menningarstarf fyrir alla aldurshópa.
  • Að Akureyri standi jafnfætis Reykjavík þegar menningarstyrkjum er útdeilt.
  • Að tengja enn betur starfsemi menningarstofnana inn í skólastarf.
  • Að fjölbreytt menningarstarf verði aðdráttarafl fyrir Akureyri.

Leiðir

  • Efla menningar- og listalíf í atvinnulegu tilliti.
  • Menningarsamningar við ríkið verði sambærilegir því sem menningarstofnanir í Reykjavík eru með.
  • Vinna safnastefnu.
  • Ramma inn barnamenningu með áherslu á menningu með börnum og fyrir börn.
  • Barnamenningarhátíð verði haldin árlega t.d. undir hatti verkefnastjóra barnamenningar.
  • Menningarstofnanir bæjarins komi með virkari hætti að starfi frístundar í grunnskólunum í því augnamiði að virkja ungmenni til athafna.
  • Fjölga skapandi sumarstörfum. Öll ungmenni ættu að hafa tækifæri til að taka þátt í þeim.
  • Hlúa að lista- og menningarstarfsemi í Listagili sem er einstakt á Íslandi og nýta vel þau tækifæri sem skapast með endurnýjuðu Listasafni.
  • Efna til árlegrar hugmyndasamkeppni um skreytingar Listagilsins.
  • Söngvaflóð samvinnuverkefni TónAk og grunnskólanna er dæmi um vel heppnað frumkvöðlastarf, eflum slíkt
  • Styðjum við starf Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Hofs undir merkjum MAk
  • Styðjum við listnám á háskólastigi
  • Menning og listir verði einn af lykilþáttum í markaðsstarfi Akureyrar.
  • Nýta betur möguleika Hofs til ráðstefnuhalds.