Mannréttindi og samfélag

L – listinn leggur áherslu á að jafnrétti verði í öndvegi. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki. Við viljum sveitarfélag þar sem íbúar eru jafnir án tillits til kyns, þjóðernis, trúar, aldurs, fötlunar, fjárhags eða annarrar stöðu.  

Markmið

 • Að jafnrétti verði í öndvegi.
 • Að óútskýrðum launamun kynjanna verði útrýmt og Akureyrarbær fái jafnlaunavottun.
 • Að Akureyrarbær verði fjölskylduvænni vinnustaður.
 • Að aðgengismál í bænum verði bætt .
 • Að fylgja eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Leiðir

 • Jafnrétti kynjanna á að vera ófrávíkjanleg regla í allri stjórnsýslu Akureyrarbæjar.
 • Umræða um jafnréttismál á vettvangi bæjarins verði efld.
 • Áfram verði unnið markvisst að því að leiðrétta óútskýrðan launamun kynjanna.
 • Styðja bætt launakjör kvennastétta.
 • Sérstök áhersla verði á að Akureyrarbær og stofnanir hans bjóði hlutastörf, sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu og styttri vinnudag.
 • Gera tilraunir með styttingu vinnuvikunnar.
 • Gerð verði úttekt á aðgengismálum hjá Akureyrarbæ í samstarfi við hagsmunasamtök og að aðgengi fólks með skerta hreyfigetu verði bætt hjá öllum stofnunum bæjarins.
 • Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öll ákvæði hans verði virt, ekki síst það að einstaklingar eru börn til átján ára aldurs.
 • Börn og ungmenni verði höfð með í ákvarðanatöku um málefni þeirra þegar það á við. Sama gildir um aðra hópa.
 • Samvinna nefnda bæjarins við ungmennaráð, notendaráð fatlaðra og öldungaráð verði aukin.
 • Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki, t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum.