Áherslur

Akureyrarbær er frábær staður til að búa á en þó má hvergi slaka á í að gera hann enn betri. Það þarf að halda vel á málunum til að bæta velferðarþjónustuna, sérstaklega fyrir þá sem minna mega sín eða standa höllum fæti.

Til þess að ná árangri þarf Akureyrarbær að vaxa upp í hæfilega stærð til að bjóða þjónustu eins og hún gerist best. Með því að setja Akureyri í fyrsta sæti gerum við sveitarfélagið að eftirsóknarverðasta stað landsins að búa á  ,,Hér er best að búa".

Til að þetta takist þarf að hlúa að öllum þáttum sem hjálpa góðum bæ að verða enn betri. Á Akureyri spilar uppbygging, sjálfbærni og fjölskylduvænt umhverfi saman á einstakan hátt.

Áherslur
 1. Að koma til móts við þarfir barnafólks með fjölbreyttum leiðum í dagvistunarúrræðum frá 12 mánaða aldri.
 2. Að efla frístundastarf í grunnskólunum og tengja það betur íþrótta- og tómstundastarfi með það að markmiði að ná samfellu í vinnudag barna.
 3. Að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í 6 klukkustundir á dag.
 4. Að allir hafi öruggt húsaskjól með áherslu á fjölbreytt búsetuúrræði.
 5. Að fjölga íbúum - Markaðsetjum Akureyri - ,,Hér er best að búa".
 6. Að Akureyri verði áfram leiðandi sveitarfélag í umhverfismálum.
 7. Að tryggja jafnrétti sem leiðarstef í öllu íþrótta- og tómstundastarfi á Akureyri.
 8. Að styðja betur við starfsfólk skóla og útskrifa skapandi, lífsglaða og sjálfsörugga nemendur í skólabænum Akureyri.
 9. Að hafna hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki, s.s. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum.
 10. Að gera tilraunir með styttingu vinnuvikunnar.
 11. Að tryggja nægilega raforku til atvinnuuppbyggingar.
 12. Að skipulagsmál verði færð í rafrænt notendaumhverfi.
 13. Að koma á beinu millilandaflugi og treysta tengiflug við Keflavík.
 14. Að kynja- og barnagleraugu verði sett upp við fjárhagsáætlunargerð.
 15. Að fagleg vinnubrögð og gagnsæi verði aðalsmerki stjórnsýslu Akureyrar.

L-listanum er treystandi fyrir því að leggja alla áherslu á Akureyri. X-L fyrir Lífsgæði