Fólkið

Gunnar

1. sæti

Gunnar Líndal Sigurðsson

Ég, Gunnar Líndal Sigurðsson, starfa sem forstöðumaður Rekstrardeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og stjórnun hérlendis sem og erlendis. Ég bjó 9 ár í Noregi þar sem ég starfaði við verkfræðitengdar greinar í iðnaðar-og byggingargeira auk þess að vera þróunarstjóri í tæknivæddu framleiðslufyrirtæki.

Í starfi mínu á SAK hef ég fengið dýrmæta reynslu af opinberri stjórnsýslu þar sem ég leitt og unnið mörg krefjandi og þverfagleg verkefni.

Ég er giftur Írisi Huldu Stefánsdóttur hárgreiðslukonu og saman eigum við þrjú börn.

Ég útskrifaðist sem stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 2005 og með B.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Á síðastliðnum árum hef ég lokið námskeiðum í verkefnastjórnun, straumlínustjórnun og stöðugum umbótum. Ég stunda nú MBA Executive nám í gegnum samstarf símenntunar Háskólans á Akureyri og University of Highlands and Islands í Skotlandi.

„Akureyri er fjölskylduvænt samfélag sem hefur alla burði til að vaxa og verða framúrskarandi. Akureyri á að vera samfélag þar sem fjölskyldan, atvinnulíf og umhverfismál eru í forgrunni.

Bær sem er fullur af nýjum tækifærum þar sem styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín.

Með skýrri sameiginlegri framtíðarsýn og stefnumörkun byggt á traustum fjárhagslegum grunni eru okkur allir vegir færir. Ég vill leggja mitt af mörkum til að Akureyri verði framsækinn, líflegur og aðlaðandi staður að búa á“


Hulda

2. sæti

Hulda Elma Eysteinsdóttir

Ég er ÍAK einkaþjálfari og starfa ég sem styrktarþjálfari hjá Þór og Þór/KA, þá sé ég líka um leikfimi fyrir 60 ára og eldri á Bjargi. Síðustu fjögur árin hef ég setið í aðalstjórn Þórs og eigandi fjögur börn þá hef ég tekið virkan þátt í félagsstarfi tengdu íþróttaiðkun þeirra allt frá 2009. Ég er gift Sigurði Grétari Guðmundssyni skipstjóra og eigum við fjögur börn á aldrinum 11-17 ára eins og áður sagði.

Ég er fædd og uppalin í Neskaupstað og þar ólst ég upp á pólitísku heimili en bæði mamma og amma sátu í bæjarstjórn þar í bæ og hef alla tíð látið mig samfélagsmál skipta. Ég er fyrrverandi landsliðskona í blaki og hef orðið þrefaldur meistari með þremur félagsliðum á Íslandi og þaðan kemur keppnisandinn, sem ég tel að muni nýtast vel í bæjarmálunum. Í dag stundar ég utanvegahlaup af kappi í náttúru Íslands og er hvergi betra að stunda slíkt en hér á Akureyri.

Ég býð mig fram til að aðstoða við að gera Akureyri að enn betra samfélagi. Ég hef mikinn áhuga á lýðheilsumálum og að börnum sem fullorðnum sé gert kleift að sinna sínum hugðarefnum. Ég hef brennandi áhuga á að styðja við hreyfingu og félagslega virkni eldri borgara á Akureyri, sem er lykill að vellíðan og lífshamingju á efri árum. Ég tel afar mikilvægt að við styðjum vel við það öfluga íþrótta- og tómstundastarf sem er hér í bænum og tel að tækifæri til að taka þátt í tómstundastarfi sé ein besta forvörn fyrir unga fólkið okkar svo við megum aldrei slaka á í þeim málum. Ég er meðvituð um að mörg af íþróttamannvirkjunum okkar eru lykill að velgengni í ferðaþjónustu og fjölgun starfa

Af hverju L-listinn?
Mig langaði til að vinna með þessu frábæra fólki sem er að bjóða sig fram fyrir listann. Við komum öll úr ólíkum áttum og ég tel að það auðveldi okkur að sjá hlutina í samhengi og muni hjálpa okkur við að gera Akureyri að enn betra samfélagi.


Halla

3. sæti

Halla Björk Reynisdóttir

Ég starfa sem flugumferðarstjóri hjá Isavia á Akureyrarflugvelli. Tók fyrst sæti í bæjarstjórn árið 2010 og sat fyrir hönd L-listans í fjölmörgum stjórnum og ráðum meðal annars formaður bæjarráð. Ég hef verið oddviti L-listans frá árinu 2018 og gegni embætti forseta bæjarstjórnar. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á samfélaginu og vil búa í réttlátu og spennandi samfélagi þar sem allir fá notið sín. Ég er gift Prebeni Péturssyni og saman eigum við þrjár dætur.

Ég býð mig fram til þess að taka þátt í að gera yndislega bæinn okkar enn betri. Ég vil setja fjölskylduna í forgang og er sannfærð um að nú sé rétti tíminn til þess að blása til sóknar, setja kraft í uppbyggingu og þannig auka tekjur bæjarins.

Með traustari grunni náum við að veita enn betri þjónustu og við höfum alla burði til þess að hlúa vel að öllum íbúum, ungum sem öldnum.

 

 


Andri

4. sæti 

Andri Teitsson

Ég er framkvæmdastjóri Fallorku og hef líka verið bæjarfulltrúi fyrir L-listann síðustu fjögur ár.

Ég vil halda áfram að gera bæinn okkar ennþá fjölskylduvænni með að bjóða fjölbreytt úrræði fyrir barnafólk svo sem leikskóla og heimgreiðslur. Ég vil líka halda áfram að stytta vinnudaginn og bjóða meira af hlutastörfum, til að auðvelda fólki að verja meiri tíma með börnunum sínum.

Ég vil halda áfram að byggja upp íþróttamannvirkin okkar enda eru þau lykill að blómlegu íþróttastarfi en einnig til að efla ferðaþjónustu á Akureyri sem sýndi sig á Covid-tímanum að þar eigum við mikla möguleika til að skapa atvinnutækifæri

 

 


Brynja

5. sæti 

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir

Ég heiti Brynja og er menntaður lífeindafræðingur og verkefnastjóri. Ég er fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Reykjavíkur eftir menntaskólann til að sækja mér frekari menntun. Ég starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu í fimm ár og flutti svo aftur heim til Akureyrar í apríl 2021. Ég er gift Hirti Larsen Þórðarsyni og saman eigum við eitt barn.

Á Akureyri er gott að búa. Þetta vitum við sem höfum einhverntíman búið hér. Náttúrufegurð og veðursæld einkennir bæinn og því verðum við að standa vörð um umhverfismálin. Það er mikilvægt fyrir bæjarfélagið að hvetja til nýsköpunar og framþróunar í atvinnumálum til að byggja upp fjölbreytt og sterkt samfélag sem þróast í átt að sjálfbærni. Til að styðja við atvinnulífið og lýðheilsu bæjarbúa verðum við að halda þétt utan um barnafjölskyldur og koma með dagvistunarúrræði sem brúar bilið frá fæðingarorlofi að úthlutuðu leikskólaplássi.

 

 


Geir

6. sæti

Geir Kristinn Aðalsteinsson

Ég heiti Geir Kristinn og er mannauðsstjóri Hölds-Bílaleigu Akureyrar. Ég er giftur Lindu Guðmundsdóttur og saman eigum við þrjá stráka.

Ég hef góða reynslu úr bæjarmálunum eftir að hafa verið oddviti L-listans kjörtímabilið 2010-2014 en á þeim tíma gengdi ég embætti forseta bæjarstjórnar, ásamt því að sitja í bæjarráði og gegna formennsku í ýmsum nefndum. Þá hef ég setið sem stjórnarformaður og varaformaður í stjórn Norðurorku allt síðan 2010.

Ég er mikill íþróttaáhugamaður og hef verið formaður Íþróttabandalags Akureyrar allt síðan árið 2014. Ég legg mikla áherslu á að Akureyri standi áfram undir nafni sem íþróttabær og trúi því að íþróttir eru sú allra besta forvörn fyrir börnin okkar og unglinga. 

 Birna7. sæti

Birna Baldursdóttir

Ég heiti Birna Baldursdóttir og Akureyringur í húð og hár. Ég er íþróttafræðingur að mennt og kenni á íþróttabraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri ásamt því að bjóða uppá einkaþjálfun á Bjargi.

Ég er fyrrverandi landsliðskona í blaki, strandblaki og íshokkí og hef mikinn áhuga á hverskonar hreyfingu og útiveru eins og synir mínir tveir Mikael Breki og Sigmundur Logi. Við hreinlega lifum fyrir sportið og elskum íþróttaaðstöðuna sem Akureyri hefur uppá að bjóða. En lengi má gott bæta enda mikilvægt þar sem ég tel að hreyfing sem forvörn sé ein hagkvæmasta og áhrifasta leiðin í bættri lýðheilsu.

 

 

 


Jón8. sæti

Jón Þorvaldur Heiðarsson

Ég er fæddur og uppalinn í Húnaþingi, var í MA og hef verið búsettur á Akureyri síðan 2004. Ég er hagfræðingur að mennt en er einnig með grunnám í eðlifræði. Ég er lektor við Viðskiptadeild HA og er giftur Jóhönnu Hjartardóttur félagsráðgjafa og eigum við fjögur börn.

Ég er mikill áhugamaður um uppbyggingu um allt land, má reyndar segja að það sé mitt mesta áhugamál. Ég vil að Akureyri stækki og verði smáborg, þá verða hér enn fjölbreyttari möguleikar á atvinnustarfsemi og þjónustu. Hér eru öfundsverð tækifæri. Góð teikn eru á lofti í ferðaþjónustu og þar verðum við að láta kné fylgja kviði og stuðla að því að á Akureyri verði m.a. byggð fleiri hótel. Við þurfum að leiða þróunina í fólksfjölgun á Akureyri en ekki elta hana. Við þurfum að tryggja að lóðir séu ávallt í boði til að á Akureyri verði hægt að byggja 300 íbúir á ári. Við þurfum bæði að þétta byggð og byggja í nýjum hverfum. Við þurfum að draga að fólk með fallegum bæ, byggja upp miðbæinn með fallegum húsum sem fólk dáist að og byggja Oddeyrina upp í klassískum stíl. Oddeyrin ætti að vera dýrasta hverfið á Akureyri. Jafnframt tel ég það þurfi stórátak í vegagerð á Norðurlandi þannig að Norðurland allt verði betri búsetukostur

 


Sigríður9. sæti

Sigríður María Hammer

Ég er fædd og uppalin á Akureyri, brenn fyrir hagsmuni bæjarbúa og vil tryggja góða og skilvirka stjórnsýslu. Ég hef starfað í ferðaþjónustu og sem ráðgjafi í tengslum við fasteignir og fjárfestingu lengst af. Í dag starfa ég mest á sviði fjármála og rekstrar. Um þessar mundir er mitt stærsta verkefni tengt uppbyggingu Skógarbaðanna við Eyjafjörð. Að þessu spennandi og krefjandi verkefni koma margir fjárfestar, fjármálafyrirtæki og fagfólk. Það eru forrréttindi að starfa með þessu góða fólki sem vinnur verkið og starfsmönnum stjórnsýslu sveitarfélaga á svæðinu.

Ég er gift Finni Aðalbjörnssyni og sameiginlega eigum við 6 börn. Ég bjó og starfaði lengi erlendis, m.a. í Þýskalandi og í Ástralíu. Ég er viðskiptafræðingur að mennt.

Ég hef mikinn metnað fyrir samfélag okkar og tel ég að reynslan mín og þekking geti komið til góða innan Akureyrarbæjar. Framtíðarsýn mín varðandi Eyjafjarðarsvæðið er að byggja upp atvinnu, stuðla að nýsköpun og framþróun í sveitafélaginu okkar og við Eyjafjörð.

 


Hjálmar10. sæti

Hjálmar Pálsson

 

 

 

 

 

 

 


Ýr11. sæti

Ýr Aimée Gautadóttir Presurg

 Ýr Aimée heiti ég og ég er 22 ára stjórnmálafræðinemi við HÍ. Eftir að hafa alist upp í Hollandi og Bandaríkjunum og heimsótt Akureyri reglulega þegar ég var lítil, þá fluttist ég hingað þegar ég fór í MA. Akureyri skipar sérstakan sess í mínu hjarta, frábær staður að vera krakki, unglingur og fullorðinn. En hvað með þetta tímabil á milli “unglingur” og “fullorðinn”? Ég geri mér grein fyrir að bærinn býður ekki upp á allt það sem ungt fólk langar að sjá og prófa og eðlilegt að sumir vilji kanna heiminn. En Akureyri þarf ekkert að verða næsta London. Hún er næstum því frábær eins og hún er. Fjarnám og vinna án staðsetningu gerir það allt í einu raunverulegan valkost að laða að nýtt fólk til Akureyar sem kannski sá ekki fyrir sér að geta flutt hingað áður. Mér finnst Akureyri stór, en samt pláss fyrir fleira fólk. Mér finnst Akureyri skemmtileg, en samt pláss fyrir meira skemmtanalíf. Mér fannst alltaf gaman að koma hingað í heimsókn þegar ég var lítil og þess vegna vil ég að Akureyri einbeiti sér að því að bjóða fleiri gesti velkomna.

 


Víðir

12. sæti

Víðir Benediktsson

Víðir er skipstjóri, fæddur og uppalinn á Akureyri. Víðir hefur aðallega starfað við sjómennsku, lengst af sem skipstjóri og stýrimaður hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.  Víðir er einnig fagmenntaður blikksmiður og starfaði við það um árabil en starfar nú sem skipsstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands (Akureyrarhöfn). Víðir er einn af stofnendum L-listans 1998 og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum listans hjá Akureyrarbæ. Áhugamál hans er t.d. útivist, s.s. hjólreiðar, gönguferðir og sjóstangveiði.

Eiginkona Víðis er Jenný Ragnarsdóttir og eiga þau fimm uppkomin börn.

 

 

 


Ólöf13. sæti

Ólöf Inga Andrésdóttir

Ég er menntaður grunnskólakennari og hef lokið diplómu í stjórnun menntastofnanna. Frá árinu 1988 hef ég starfaði í grunnskóla bæði sem grunnskólakennari og frá árinu 2002 sem skólastjórnandi og er í dag skólastjóri Síðuskóla á Akureyri. Ég hef mikla reynslu innan grunnskólans og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Kennarasambands Íslands. Á síðasta ári tók ég í fyrsta skipti þátt í pólitík og hef síðustu ár setið í skipulagsráði fyrir L- listann. Það hefur verið mikil reynsla fyrir mig að vinna að allt öðrum verkefnum fyrir bæinn minn en ég er vön að gera á hverjum degi.

Ég er gift Birki Björnssyni og eigum við fjögur börn og tvö barnabörn. Ég býð mig fram til að leggja mitt af mörkum til að vinna að hagsmunum allra bæjarbúa svo Akureyri verði áfram besti staðurinn til að búa á. Það er nauðsynlegt að leggja áherslu á þarfir íbúanna og byrja á þeim yngstu. Það þarf að stuðla að uppbyggingu í sveitarfélaginu, atvinnutækifærum og fjölbreyttum menntunartækifærum til að gera Akureyri að eftirsóknarverðu búsetusvæði.

 


Arnór14. sæti

Arnór Þorri Þorsteinsson

Ég heiti Arnór Þorri og hef starfað sem Verkefnastjóri á Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar undanfarin tvö ár. Ég er menntaður Viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og tók framhaldsnám í Verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Ég er mikill áhugamaður um íþróttir og hef spilað í meistaraflokki í handbolta síðastliðin tíu ár.

Atvinnulíf og skipulagsmál eru grundvallarþáttur í framtíð Akureyrar, við verðum að halda áfram að byggja ofan á þann grunn sem hefur verið unnið að undanfarin ár. Við verðum að gera bæinn okkar að stað sem býður upp á ný tækifæri á atvinnumarkaði og gerir ungu fólki kleift að eiga tækifæri til að eignast heimili og framtíð á Akureyri.

 

 

 


Brynhildur15. sæti

Brynhildur Pétursdóttir

Brynhildur hefur starfað hjá Neytendasamtökunum frá árinu 2002 og til ársins 2008 starfaði hún einnig sem safnstjóri Nonnahúss. Hún settist á þing árið 2013 fyrir Bjarta framtíð og sat m.a. í fjárlaganefnd. Í dag er hún framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.

Hún er gift Guðmundi Hauki Sigurðssyni og eiga þau tvö börn.

„Mér finnst einn hópur á Íslandi eiga sér of fáa málsvara en það eru ungar fjölskyldur með börn. Þetta er hópur sem hefur hvorki tíma né orku til að berjast fyrir sínum hagsmunum og verður að treysta því að þeir sem fara með völdin standi sig í stykkinu. Akureyri er að mörgu leyti mjög fjölskylduvænn bær en við getum gert enn betur“.

 Helgi16. sæti

Helgi Haraldsson

Ég er járniðnaðarmaður og tæknifræðingur og starfa sem öryggisstjóri hjá Sjúkrahúsinu á
Akureyri. Ég hef lengst af unnið að öryggismálum og vinnuvernd, bæði hjá hinu opinbera og
í einkageiranum. Maki minn er Greta Benjamínsdóttir og við eigum tvö börn, tvö tengdabörn
og tæplega ársgamalt barnabarn. Frá því barnabarnið kom í heiminn hefur afa hlutverkið
skipað stóran sess í tilverunni en þess utan eru það ferðalög, útivist og hreyfing auk
vinnunnar.

Akureyri er frábært samfélag. Við eru með fjölbreytt íþróttastarf, gott skólakerfi allt frá
leikskólum upp í háskóla, góða heilbrigðisþjónustu með öflugt sjúkrahús og í raun flest það sem einkennir mun stærri samfélög. Bærinn býr líka yfir mörgum kostum minni bæja með mikla nálægð við náttúruna, stuttar vegalengdir og almennt streitulítið og mannvinsamlegt umhverfi. Tækifærin til að gera bæinn enn betri liggja víða. Við þurfum að halda áfram að stækka og til þess þarf að efla atvinnulífið með almennum ráðstöfunum. Við þurfum að vinna að fjölbreyttara námsframboði á háskólastigi og horfi ég þar sérstaklega til verk- og tæknimenntunar, sem líka er til þess fallið að efla atvinnulífið. Reglubundið beint millilandaflug er síðan það sem gerir Akureyri endanlega að besta búsetukosti í heimi, í mínum huga allavega.


Anna17. sæti

Anna Fanney Stefánsdóttir

Ég er fædd og uppalin á Akureyri og starfa sem sjúkraliði á Gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Ég hef starfað á sjúkrahúsinu í um 5 ár. Ég kom ný inn í pólitíkina fyrir síðustu kosningar 2018 og sat megnið af kjörtímabilinu í stjórn Akureyrarstofu. Síðustu 3 árin hef ég, samhliða vinnu og pólitíkinni, starfað sem sjálfboðaliði í Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni á vegum Rauða Krossins. „Það er svo frábært hvað Akureyrarbærinn okkar er að stækka hratt, íbúum fjölgar sem og ferðamönnum. Það er náttúrulega ekkert skrýtið að fólk flykkist í besta og fallegasta bæ landsins sem hefur upp á svo ótal margt að bjóða. Við höfum gott skóla og leikskólakerfi, tæpar 50 íþróttir sem hægt er að stunda, glæsilegt listasafn, dásamlegar útivistaraðstöður, fyrsta flokks rennibrautir, frábært leiklistar- og tónlistastarf og að sjálfsögðu besta veðrið. En við erum með velferðar- og heilbrigðiskerfi sem hefur þurft að lúta síðastliðin ár, að miklu leiti vegna fjárskorts frá ríkinu, en núna verðum við að láta í okkur heyra og þrýsta á ríkið! Það er með öllu óboðlegt að geta ekki boðið íbúum Akureyrarbæjar upp á viðeigandi heilbrigðisþjónustu án margra metra langra biðlista.“

 


Sæbjörg18. sæti

Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir

Ég er uppalin á Reyðarfirði en flutti 16 ára til Akureyrar og hef verið hér síðan. Kom norður til að læra og er með BS próf í Rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri, Viðburðarstjórnun fá Háskólanum á Hólum, Stúdent af verslunarbraut frá VMA og Tækniteiknari frá Iðnskólanum á Akureyri Ég á tvö uppkomin börn og eitt barnabarn. Sé um bókhald fyrir Rafeyri ehf. Helstu áhugamál mín eru m.a. mótorhjól, ferðalög og félagsmál. Sit í stjórn Mótorhjólasafns Íslands og er í sóknarnefnd Akureyrarkirkju.

Sat sem varamaður hluta af kjörtímabilinu 2014-2018 í Framkvæmdanefnd og Umhverfisnefnd og síðar sem aðalmaður Umhverfis- og mannvirkjaráði fyrir L-listann. Sit nú í stjórn Moltu ehf. fyrir hönd Akureyrarbæjar.

Áherslur mínar í bæjarmálum eru helst um uppbyggingu, framkvæmdir og skipulag bæjarins.

 Preben19. sæti

Preben Jón Pétursson

Ég heiti Preben Jón Pétursson og er menntaður mjólkurtæknifræðingur frá Dalum tekniske skole og er giftur Höllu Björk Reynisdóttir flugumferðarstjóra eigum við saman þrjár uppkomnar dætur. Hef starfað við stjórnunarstörf nær allt mitt líf og hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum bæði í nær og fjærumhverfi, hef einna helst verið að einbeita mér að skólamálum í víðasta skilningi þessa orðs. Ég er mikill safnari og hef átt í stökustu vandræðum með að henda hlutum í gegnum tíðina er einstaklega veikur fyrir verkfærum að öllu tagi. Stefni á að komast undir 20 í forgjöf í sumar og nota skíðin mín miklu meira næsta vetur( þarf ekki oft til). Ég er mikil stemnings maður og vill almennt hafa gaman í kringum mig, uppátækjasamur og hugmyndaríkur og get þar af leiðandi verið oggó lítið fljótfær.

Motto: þolinmæði fyrir hlutum sem eru illa gerðir er aldrei til góðs. Góða stundir


Anna

20. sæti

Anna Hildur Guðmundsdóttir

Ég starfa sem áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá Akureyrarbæ. Ég hef unnið í þessu fagi síðan árið 2005. Ég hef tekið virkan þátt í bæjarmálunum síðan árið 2011 og setið í ýmsum nefndum. Ég tek þátt í félagsmálum og er í stjórn SÁÁ. Ég er gift Jóhanni Helgasyni, og á 2 dætur, 4 stjúpbörn og 4 barnabörn. Ég hef mikinn áhuga á samfélagsmálum, sem og forvörnum í lífinu.

Ég vil halda áfram að efla velferðarþjónustuna og einfalda leiðina fyrir fólk að nýta sér þjónustuna. Við þurfum að bjóða upp á fleiri ólík búsetuúrræði fyrir fólk í vanda. Ég vil gera skólabygginguna að miðpunkti hverfisins og þar sé öruggt skjól fyrir nemendur þar til vinnudegi foreldra lýkur. Við þurfum að elfa tómstundastarf í skólunum, bæði skapandi starf og íþróttir og gera aðgengi að því óháð stöðu og stétt.

 


Matthías Rögnvaldsson21. sæti

Matthías Rögnvaldsson, 46 ára

Matthías er kvæntur Erlu Jóhannesdóttur, hjúkrunarfræðingi og saman eiga þau fimm börn. Matthías er Ráðgjafi og stjórnarformaður Stefnu hugbúnaðarhúss ehf. Hann hefur einnig gengt ýmsum nefndarstörfum fyrir Akureyrarbæ ásamt því að vera einn af skipuleggjendum Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar.

Sem stofnandi fyrirtækis og atvinnurekandi sé ég framtíð Akureyrar liggja í aukinni nýsköpun þannig að fólk og fyrirtæki með hugmyndir fái vettvang og tækifæri til að þróa verkefni sín áfram, því fjölbreytni í atvinnulífinu er lykillinn að betri Akureyri.

 

 
Oddur Helgi Halldórsson22. sæti

Oddur Helgi Halldórsson, 59 ára

Oddur Helgi er blikksmíðameistari og iðnrekstrarfræðingur. Hann á og rekur Blikkrás ehf. Oddur Helgi er einn af stofnendum L-listans og sat í bæjarstjórn í 20 ár, frá 1994-2014. Oddur Helgi sat í bæjarráði í 16 ár, ásamt fjölda annarra stjórna, nefnda og ráða á vegum bæjarins, á löngum ferli sínum.

Oddur Helgi er kvæntur Margréti Hörpu Þorsteinsdóttur og eiga þau 3 börn, tvö tengdabörn og 4 barnabörn.  

„Hugsjónin sem við lögðum af stað með í upphafi er enn í fullu gildi: Að gera góðan bæ betri og til þess þyrfti rödd hins almenna borgara að heyrast í bæjarstjórn“.